Hættumerkingum skotelda ábótavant

„Engir skoteldar af þeim 25 sem voru skoðaðir í eftirliti Umhverfisstofnunar milli jóla og nýárs reyndust merktir með fullnægjandi hætti,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. „Vegna sprengihættu sem stafar af skoteldum ber að merkja þá með hættumerkinu „Sprengifimt“ í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda. Þá skulu á umbúðum þeirra vera staðlaðar hættu- og varnaðarsetningar á íslensku sem lýsa eðli hættunnar og einnig skal leiðbeint um örugga notkun, geymslu og förgun. Sömuleiðis er krafa um að viðvörunarorð á íslensku komi fram á umbúðunum, annað hvort „Varúð“ eða „Hætta“ og lýsir hið síðarnefnda alvarlegri hættueiginleikum.“

Í úrtaki eftirlits Umhverfisstofnunar lentu 25 mismunandi skoteldar frá þeim sex birgjum sem eru ráðandi á markaði hér á landi. „Hættumerkingum á skoteldum er augljóslega mjög ábótavant þar sem engin vara af þessum 25 í úrtakinu uppfyllti kröfur á fullnægjandi hátt. Hvorki voru íslenskar né erlendar merkingar á 13 vörum (52%). Merkingar voru aðeins á erlendu tungumáli á 4 vörum (16%) og 8 vörur báru ófullnægjandi merkingar á íslensku.“

Umhverfisstofnun gerir kröfu um að allar vörur verði rétt merktar á næsta sölutímabili, þ.e. áramótin 2019-2020. Áformar stofnunin að fylgja því eftir með öðru eftirliti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira