Frá kennslu í FSN í morgun. Á myndinni má sjá hvar nemandi notar fjarveru til að taka þátt í kennslustund, þrátt fyrir að geta ekki mætt sjálfur á staðinn. Ljósm. Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Fjarverurnar sanna gildi sitt

Skessuhorn greindi frá því í desember síðastliðinn þegar Fjölbrautaskóli Snæfellinga festi kaup á svokölluðum fjarverum. Lýsa mætti fjarverunum sem nokkurs konar vélmenni á hjólum, með skjá og myndavél. Sá sem notar  búnaðinn getur verið hvar sem er í heiminum við tölvu og andlit hans sést á skjá fjarverunnar. Viðkomandi getur síðan fært fjarveruna til innan veggja skólans, tekið þátt í kennslustundum og talað við þá sem á vegi hans verður.

Í morgun var birt mynd á Facebook-síðu FSN, þar sem má sjá búnaðinn sanna gildi sitt. Þar er ungur maður sem er nemandi við skólann tengdur fjarverunni. Drengurinn er búsettur í Stykkishólmi en þarf að vera heima vegna beinbrots. Hann mætir hins vegar í tíma með aðstoð fjarverunnar, fer á henni milli borða og missir því ekki af neinu þó hann komist ekki á staðinn sjálfur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira