Fjöldi sumar- og framtíðarstarfa auk verktakastarfs í boði

Ástæða er til að benda á fjölda starfa sem auglýst eru laus til umsóknar í Skessuhorni vikunnar.

Elkem Ísland á Grundartanga auglýsir sumarstörf í verksmiðjunni. Sækja þarf um fyrir 15. mars. Veitur auglýsa sömuleiðis eftir jákvæðum og framtakssömum starfskrafti í sumarstarf á Vesturlandi með aðsetur á Akranesi. Þar er umsóknarfrestur 1. mars.

Háskólinn á Bifröst auglýsir starf framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu. Fer viðkomandi fyrir kennslusviði skólans. Umsóknarfrestur í starfið er 17. febrúar.

Auglýst er starf svæðisstjóra Arionbanka á Vesturlandi sem jafnframt er útibússtjóri í Borgarnesi. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk.

Akraneskaupstaður auglýsir eftir umsjónaraðila með viðburðum í bæjarfélaginu, svo sem Írskra daga, Sjómannadags, 17. júní og Vökudaga. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar.

Loks auglýsir Dalabyggð eftir aðila til að sjá um rekstur Eiríksstaða í Haukadal. Þá auglýsir Dalabyggð jafnframt eftir aðila til að reka tjaldstæðið í Búðardal. Umsóknarfrestur um bæði þau verkefni er til 28. febrúar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira