Valdís Þóra hefur leik á LPGA í nótt

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, keppir í bandarísku LPGA mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir Honda Civic Open og fer fram í Ástralíu dagana 7.-10. febrúar.

Er þetta annað árið í röð sem Valdís tekur þátt í mótinu. Á síðasta ári hafnaði hún í 57. sæti eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn.

Mótið verður leikið með nýstárlegu fyrirkomulagi að þessu sinni, þar sem konur og karlar leika á sama tíma. Tveir vellir eru notaðir í mótinu og keppendur eru alls um 300 talsins. Verðlaunafé er hið sama hjá konum og körlum.

Valdís hefur leik í nótt, kl. 2:40 að íslenskum tíma og leikur á Beach vellinum fyrsta hringinn. Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís leik kl. 21:40 á fimmtudagskvöld að íslenskum tíma og þá er leikið á Creek vellinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira