Í fullum skrúða hefur Sigurður undanfarin tvö sumur sagt ferðamönnum söguna af Birni Breiðvíkingakappa, sem er talinn hafa verið fyrsti Evrópumaðurinn í Ameríku. Ljósm. kgk.

„Vafalítið ein merkilegasta persóna Íslendingasagnanna“

Sigurður Hjartarson er ungur sagnamaður frá Stóra-Kambi í Breiðuvík, fæddur á því herrans ári 1997. Foreldrar hans, Eygló Kristjánsdóttir og Hjörtur Sigurðsson, hafa rekið hestaleigu á bænum frá 2013. Undanfarin tvö sumur hefur Sigurður boðið ferðafólki upp á söguferðir. Þá er riðið niður á fjöruna og þegar komið er á áningarstaðinn fara allir af baki og Sigurður segir sögu Björns Breiðvíkingakappa, sem er talinn hafa verið fyrsti Evrópumaðurinn í Ameríku samkvæmt heimildum Eyrbyggju. Skessuhorn hitti Sigurð í Breiðuvíkinni síðasta miðvikudag og ræddi við hann um sagnaferðirnar, sögurnar og Björn Breiðvíkingakappa.

„Þetta eru fyrst og fremst söguferðir þó það sé riðið á hestbaki. Ég byrja á grunni um Íslendingasögurnar almennt, segi frá því af hverju menn settust að á Íslandi og hvernig landnámsmennirnir bjuggu, þannig að fólk fái smá hugmynd um hvernig samfélagið var á landnámsöld. Síðan er riðið af stað og þegar komið er á áningarstaðinn þá förum við að baki og ég leik sögu Björns Breiðvíkingakappa. Á leiðinni heim tek ég við spurningum um allt sem fólki dettur í hug, hvort sem það tengist sögunni af Birni, öðrum Íslendingasögum eða hverju sem er. Þó ég segi sjálfur frá hef ég ekki enn fengið spurningu sem ég hef ekki getað svarað,“ segir Sigurður léttur í bragði í samtali við Skessuhorn. „Í lok ferðar er síðan boðið upp á smá matarsmakk í anda Víkingatímabilsins,“ bætir hann við.

Sjá ítarlegt og fróðlegt söguspjall við Sigurð í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira