Bryndís Rún framlengir við ÍA

Knattspyrnukonan Bryndís Rún Þórólfsdóttir hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag ÍA. Skrifaði hún undir tveggja ára samning.

Bryndís er fædd árið 1997 og leikur á miðju vallarins. Hún hefur verið ein af lykilleikmönnum í liði Skagakvenna undanfarin ár. Bryndís á að baki 76 leiki fyrir meistaraflokk ÍA og í þeim leikjum hefur hún skorað sex mörk. Þar að auki hefur hún leikið við góðan orðstír með University of the Pacific í bandaríska háskólaboltanum undanfarin tvö ár. Var hún m.a. valin í úrvalslið nýliða í Vesturdeild NCAA keppninnar eftir sitt fyrsta tímabil.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira