Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða, Elsa Lára Arnardóttir formaður stjórnar Höfða, Jón G Guðbjörnsson formaður stjórnar Brákarhlíðar og Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar.

Taka höndum saman í baráttu fyrir bættri stöðu hjúkrunarheimila

Forsvarsmenn hjúkrunar- og dvalarheimilanna Höfða á Akranesi og Brákahlíðar í Borgarnesi hafa ákveðið að taka höndum saman við að berjast fyrir bættri stöðu þessara hjúkrunar- og dvalarheimila. Bæði heimilin hafa eins og kunnugt er óskað eftir fjölgun á hjúkrunarrýmum en hefur verið hafnað af núverandi heilbrigðisráðherra og rökstuðningurinn er sá sami að bæði heimilin séu í Vesturlandsumdæmi þar sem að mati ráðuneytisins er eitt best setta heilbrigðisumdæmið með tilliti til fjölda hjúkrunarrýma. Á báðum þessum heimilum eru langir biðlistar og að þeim standa ört stækkandi sveitarfélög. „Bæði heimilin biðu í um tvö ár eftir svörum ráðuneytisins sem er að mati okkar allra í hópnum ólíðandi vinnubrögð í stjórnsýslunni. Þessi hópur hefur óskað eftir fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmi og verður sá fundur haldinn á morgun,“ segir Elsa Lára Arnardóttir formaður stjórnar Höfða á Akranesi í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira