Teikning að Smiðjutorgi, verslunar- og þjónustumiðstöð við Smiðjuvelli á Akranesi.

Uppbygging hyggst reisa líkamsræktarstöð á Akranesi

Uppbygging ehf. hefur náð samningum um að byggja Reebok Fitness líkamsræktarstöð og heilsulind á Smiðjutorgi á Akranesi. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Uppbyggingar. Líkamsræktarstöð og heilsulind Reebok Fitness verður um 1800 fermetrar að flatarmáli og stefnt er að opnun hennar um mitt ár 2020. „Í boði mun verða allt það nýjasta sem í boði er í dag í heilsurækt, fullkomnustu tæki og salir sem völ er á, sauna og gufuböð ásamt heitum og köldum pottum,“ segir á síðu Uppbyggingar. Þar segir enn fremur að fleiri stórir aðilar séu að skoða aðkomu að verslunar- og þjónustumiðstöðinni sem fengið hefur nafnið Smiðjutorg.

Eigendur Uppbyggingar ehf. eru hjónin Engilbert Runólfsson og Kristín Minney Pétursdóttir. Í viðtali við Skessuhorn um miðjan janúar síðastliðinn sagði Engilbert frá því að þau hyggðust hefja framkvæmdir við Smiðjutorg um leið og skipulagsferlinu lyki. Vonuðust þau til að það yrði nú í vor, eftir um það bil þrjá mánuði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira