Ferðablaðið Travel West 2019-2020

Í apríl í vor mun útgáfuþjónusta Skessuhorns gefa út Ferðablaðið Travel West Iceland 2019-2020 á íslensku og ensku. Skessuhorn er í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands um útgáfuna og mun MV ekki gefa út annan kynningarbækling á þessu ári. Blaðið verður litaprentað í 60.000 eintökum í A5 broti.

Vesturland var valið „Vetraráfangastaður Evrópu“ árið 2018 af Luxury Travel Guide. Fyrirtæki og landshlutinn í heild hafa hlotið fleiri viðurkenningar á nýliðnum árum. Vesturland var einnig valið myndrænasti áfangastaður Evrópu 2017 og svo má nefna að landshlutinn var af ferðabókaútgefandanum Lonely Planet útnefnt annað áhugaverðasta svæðið í heimi 2016. Sterkar vísbendingar eru því um að Vesturland muni á þessu ári efla enn frekar sína hlutdeild á landsvísu í móttöku ferðafólks. Skessuhorn hvetur því fyrirtæki á Vesturlandi til almennrar þátttöku í eina ferðatímaritinu sem gefið verður út um Vesturland. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 433-5500 eða með pósti á netfangið: ferdablad@skessuhorn.is Umsjón með útgáfunni hefur Ingunn Valdís Baldursdóttir nemandi í ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Vetrarfærð á vegum

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Vesturlandi og skafrenningur nokkuð víða.