Frá vettvangi í gærkvöldi. Ljósm. sm.

Flutningabílar rákust saman við Glerárskóga

Óhapp varð um átta leytið í gærkvöldi þegar tveir vöruflutningabílar voru að mætast á þjóðveginum við Glerárskóga í Dölum. Svo virðist sem hurð á flutningakassa annarrar bifreiðarinnar hafi opnast með þeim afleiðingum að hún slóst harkalega utan í stýrishús hinnar bifreiðarinnar. Framrúðan bílstjóramegin mölbrotnaði við höggið og rigndi glerbrotum yfir bílstjórann. Samkvæmt upplýsingum lögreglumanns á vettvangi slapp ökumaðurinn lítið meiddur en fékk aðhlynningu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal. Við óhappið missti bílstjórinn aftanívagninn út af veginum og þurfti aðstoð tækja og mannskapar til að ná honum aftur upp á veginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir