Bíllinn að verða klár, hér inni á verkstæði á Bíla- og búvélaverkstæðinu í Skipanesi.

Ríflega fimmtugur Land Rover á götuna eftir gagngera viðgerð

Þegar Gísli Einarsson, dagskrárgerðarmaður, lífskúnstner og fyrrum ritstjóri Skessuhorns fagnaði fertugsafmæli sínu 26. janúar 2007 færðu nokkrir vina hans honum að gjöf norðlenskan Land Rover jeppa af árgerð 1966. Bíll þessi hafði þá lokið hefðbundnum skyldustörfum, en hann hafði m.a. dyggilega þjónað þingeyskum bónda við búskap í rúma tvo áratugi, en farið eftir það á vergang víða um land. Gjöfinni var fylgt úr hlaði með þeim orðum að oft væri það svo að þeir eldri hefðu vit fyrir þeim yngri og vísað til þess að ökutækið væri þeim sérstöku hæfileikum búið að komast alls ekki á sviptingarhraða. Gísla þótti strax vænt um þennan grip enda minnir hann á upprunann og tengslin við íslenskar sveitir. Hann hugðist með tíð og tíma gera bílinn upp sér og fjölskyldunni til ánægju. En tíð og tími leið, bílnum hafði verið hýstur í hlöðu á Krossi í Lundarreykjadal í rúman áratug þar sem tímans tönn náðu að naga í þann hluta bílsins sem ekki var úr áli. Fuglar fundu sér þar meðal annars hreiðurstað, enda rólegur staður til búsetu allt fram í mars á síðasta ári. Nú tólf árum síðar eru að verða þáttaskil í sögu Land Roversins og hafa vinir Gísla getað fylgst með þeirri þróunarsögu á fésbókarsíðunni „Upprisa Land Roversins“. Frá því í mars hefur Gísli með ómældri aðstoð vina og vandamanna unnið að uppgerð bílsins sem fer vonandi á númer í þessari viku og til skoðunar hjá Frumherja.

Í Skessuhorni í dag er saga bílsins M-122 sögð í máli og myndum, en bíllinn er í dag einn glæsilegasti Land Rover landsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira