Höfum aldrei kynnst neinu þessu líku áður

Ferðamenn er að finna á hverju strái jafnvel þó hávetur sé. Þessi tveir félagar frá Suður-Kóreu voru nýlega komnir til landsins þegar ljósmyndari Skessuhorns ók fram á bíl þeirra utan vegar við hringtorg í Mosfellsbæ í dag. „Við erum á leiðinni á Þingvelli og ætlum í ferð okkar að reyna að sjá norðurljósin. Það er draumur okkar að sjá þau,“ sögðu þeir félagar. „Það er bara eitt sem við skiljum ekki. Hvernig geta Íslendingar búið við svona snjó og samt ekið bílum sínum á fullri ferð eftir götunum? Við erum nýbúnir að leigja bílinn og sama hversu vel við reynum að aka, það er nær ómögulegt að halda bílnum á veginum.“ Þetta sögðu þeir og voru nýbúnir að lenda í krapa í vegkanti og aka rakleiðis út af veginum. Biðu þeir aðstoðar bílaleigunnar sem leigði þeim bílinn„Við ætlum samt að reyna að halda ferð okkar áfram, kannski venjumst við þessum aðstæðum,“ sögðu þeir hinir hressustu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira