Hraunháls í Helgafellssveit. Ljósm. Mats Wibe Lund.

Búið á Hraunhálsi afurðahæsta kúabú Vesturlands

Bú Guðlaugar Sigurðardóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit var afurðahæsta kúabú Vesturlands á síðasta ári, þar sem meðalafurðir reyndust 8.452 kg eftir hverja árskú. Búið á Hraunhálsi var jafnframt þriðja afurðahæsta bú landsins árið 2018. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar sem birtar voru á vef Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sl. fimmtudag. Þær eru þó birtar með þeim fyrirvara að ekki hafa allar skýrslur borist og tími til yfirferðar og leiðréttingar er ekki liðinn.

Afurðahæsta bú landsins var bú Erlu Hrannar Sigurðardóttur og Karls Inga Atlasonar að Hóli í Svarfaðardal, með meðalafurðir upp á 8.902 kg á hverja árskú. Næstafurðahæsta búið var bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum með 8.461 kg. Sem fyrr segir var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í þriðja sæti á landsvísu, Hvanneyrarbúið ehf. á Hvanneyri í fjórða sæti með 8.289 kg og Félagsbúið Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi í því fimmta með 8.237 kg.

Nythæsta kýr landsins árið 2018 var Randafluga í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, en hún mjólkaði 13.947 kg á síðasta ári. Önnur í röðinni var kýr nr. 1038 í Hólmi í Austur-Landeyjum sem skilaði 13.736 kg og þriðja var kýr nr. 848 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, en hún mjólkaði 13.678 kg á árinu 2018.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira