Umferðareftirlit við skóla sýndi góða niðurstöðu

Lögregla var við skólaeftirlit á Akranesi í vikunni sem leið, bæði við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Þá hefur lögregla eftirlit með umferð og fólki við upphaf skóla, athugar hvort börn eru spennt í bílbelti og í bílstólum, eftir því sem við á. Að sögn lögreglu voru engin mál bókuð við eftirlitið sem gefur til kynna að allt hafi verið í lagi. Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er mjög ánægður með skólaeftirlit Lögreglunnar á Vesturlandi, sem segir vera mjög jákvætt, ekki síst í skammdeginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira