Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu lækkaði milli mánaða

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 193,6 stig í desember 2018 (janúar 2011=100), samkvæmt samantekt Þjóðskrár, og lækkar því um 0,7% frá fyrri mánuði. Fram kemur að þrjá mánuði þar á undan hækkaði vísitalan um 2,1% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 7,8%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Þessi mæling sýnir að húsnæðismarkaðurinn er búinn að ná ákveðinni hæð eftir nær samfellt hækkunarskeið og verðhjöðnun tekið við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira