Föstudagurinn dimmi í Borgarnesi í dag

Í dag, föstudaginn 18. febrúar verður Föstudagurinn Dimmi haldinn í þriðja sinn í Borgarnesi. Þá eru íbúar hvattir til að hvíla raftækin í einn dag og draga fram vasaljósin og kertin og eiga notalega stund; spila, segja sögur og spjalla saman. „Minnumst gamla tímans og þökkum fyrir nútímaþægindi. Þetta er áskorun um að hvíla síma, netið og kaffivélar eftir bestu getu og finna skemmtilegar lausnir t.d. draga fram prímusa eða gasgrill,“ segir á Facebooksíðu viðburðarins. Meðal dagskrárliða í dag verður afslappað hádegi með þjóðlegu matarívafi í Safnahúsi Borgarfjarðar. Geir Konráð segir draugasögur í rjóðrinu í skógræktinni við Bjarg og um kvöldið verður hægt að skrá sig í gong-samflot í sundlauginni í Borgarnesi.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir