Rósa Björk frá Skemmunni á Hvanneyri og Guðrún í Hespuhúsinu ræða við gesti.

Fjölmenni á Mannamóti landshlutanna

Stöðugur straumur gesta var á Mannamót landshlutanna, sem haldið var í Kórnum í Kópavogi eftir hádegi í gær. Viðburðurinn var að þessu sinni haldinn í sjöunda skipti, en í fyrsta sinn í Kórnum. Þar sameinast markaðsstofur Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Reykjaness og Suðurlands um að kynna fyrir starfsfólki ferðaskrifstofa og hótela á höfuðborgarsvæðinu það sem þau hafa upp á að bjóða. Innan vébanda markaðsstofanna eru um 800 ferðaþjónustufyrirtæki í 66 af 74 sveitarfélögum landsins. Tæplega þúsund gestir skráður sig í Kórinn í gær en gera má ráð fyrir að fjöldinn hafi verið meiri þar sem frítt var inn og ekki þurfti að skrá sig.

Frá Vesturlandi tóku 44 fyrirtæki þátt og endurspegluðu þá breidd sem er í greininni. Rósa Gréta Ívarsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands var ánægð með sýninguna og þótti hún takast vel.

Ítarlega verður fjallað um Mannamót í máli og myndum í næsta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira