Brekkubæjarskóli á Akranesi. Ljósm. Akraneskaupstaður.

Ókunnugur maður bauð barni upp í bíl

Grunnskólabarni á Akranesi var boðið far af ókunnugum manni á leið sinni heim frá skóla í dag. Barnið þáði ekki farið og hélt sína leið, en lét foreldri vita sem gerð síðan skólayfirvöldum viðvart.

Staðgengill skólastjóra Brekkubæjarskóla sendi tölvupóst á alla foreldra nemenda við skólann síðdegis í dag og lét þá vita af atvikinu. Í tölvupóstinum eru foreldrar hvattir til að ræða þetta við börn sín, því gott geti verið að minna börn reglulega á að þiggja ekki far með ókunnugum. Þar eru foreldrar eru sömuleiðis hvattir til að gera lögreglu viðvart ef börnum þeirra er boðið far af ókunnugum mönnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir