Vegurinn um norðanverðan Skorradal hefur oft á liðnum árum verið slæmur og jafnvel illfær. Þessi mynd var tekin eftir rigningar haustið 2015. Ljósm. úr safni: Valdimar Reynisson.

Þróttur átti lægsta tilboð í vegagerð í Skorradal

Skömmu fyrir jól voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í endurbyggingu og malbikun á 3,7 kílómetra vegarkafla í norðanverðum Skorradal, vegi 508 frá Vatnsendahlíð að Dagverðarnesi. Vegur þessi hefur verið afar slæmur í mörg ár, en um hann er töluverð umferð sumarhúsafólks auk timburflutninga vegna grisjunar skóga. Áætlað er að verkið hefjist á þessu ári en ljúki eigi síðar en 1. september 2020.

Fjögur tilboð bárust í verkið. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 155,9 milljónir króna. Þrjú tilboðanna voru undir þeirri áætlun, en eitt tilboð, frá Íslandsgámum ehf. á Akranesi, var 85% yfir henni. Lægsta tilboð átti Þróttur ehf. á Akranesi; 127,6 milljónir króna sem er 81,8% af kostnaðaráætlun. Borgarverk bauð 133,9 milljónir og Þjótandi ehf. á Hellu bauð 144,5 milljónir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Brákarhátíð hafin

Brákarhátíð byrjaði formlega í Borgarnesi í gær þegar vinnuskólinn kom skreytingum í viðeigandi hverfi svo íbúar gætu byrjað að skreyta... Lesa meira