Sjúkrabíll frá Ólafsvík kom til móts við þyrluna. Ljósm. Landhelgisgæsla Íslands.

Sóttu bráðveikan mann á Snæfellsnes

Þyrlu Landhelgisgæslu Íslands, TF-SYN, var stefnt vestur til á Snæfellsnes á ellefta tímanum í gærmorgun. Stjórnstöð gæslunnar hafði þá borist beiðni um að bráðveikur maður yrði sóttur með þyrlu til Ólafsvíkur. Flogið var af stað frá Reykjavík skömmu síðar og ákveðið að sjúkrabíll færi með sjúklinginn til móts við þyrluna vestan jökuls, vegna slæms veðurs á Snæfellsnesi. Þyrlan lenti við Hólavog klukkan 11:34. Sjúklingurinn var færður á hífingarbörur og borinn úr sjúkrabílnum yfir í þyrluna, sem kom honum undir læknishendur á Landspítalanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir