Lið MB mætir Kvennó í annarri umferð Gettu betur

Fyrsta umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór fram í vikunni en keppninni var útvarpað á Rás 2. Skólarnir sem komust í sextán liða úrslit á miðvikudagskvöldið voru Verzlunarskóli Íslands, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskólinn að Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri, en sá síðarnefndi bar sigurorð af liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar voru býsna öruggir í fyrstu umferð með sigur gegn Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Lið MB mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í annarri umferð keppninnar þriðjudaginn 15. janúar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Brákarhátíð hafin

Brákarhátíð byrjaði formlega í Borgarnesi í gær þegar vinnuskólinn kom skreytingum í viðeigandi hverfi svo íbúar gætu byrjað að skreyta... Lesa meira