Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Jón Gísli Eyland Gíslason við undirritun samningsins. Ljósm. KFÍA.

Jón Gísli Eyland til ÍA

Knattspyrnufélag ÍA samdi í gær við Jón Gísla Eyland Gíslason. Gengur hann til liðs við ÍA frá Tindastóli. Jón Gísli er fæddur árið 2002 og hefur spilað 37 leiki með meistaraflokki Tindastóls og skorað í þeim eitt mark. Þá á hann að baki 13 leiki með U17 ára landsliði Íslands og þrjá leiki með U16.

Á vefsíðu KFÍA er haft eftir Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara meistaraflokks ÍA, að hann sé himinlifandi með komu Jóns Gísla til liðsins. Þar fari ungur og efnilegur leikmaður sem eigi framtíðina fyrir sér. „Einnig er þetta gott dæmi um afreksstefnu félagsins sem sýnir fram á mikilvægi samstarfsins við Fjölbrautaskóla Vesturlands um að gefa ungum og efnilegum leikmönnum kost á að stunda íþróttir og sækja nám á sama tíma.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Brákarhátíð hafin

Brákarhátíð byrjaði formlega í Borgarnesi í gær þegar vinnuskólinn kom skreytingum í viðeigandi hverfi svo íbúar gætu byrjað að skreyta... Lesa meira