Hestur sparkaði í konu

Kona hlaut skurð á höfði síðastliðinn sunnudag þegar hestur sparkaði í hana. Tildrög slyssins voru þau að konan var að skoða hóf á afturfæti hrossins. Þegar hún kraup niður á hnén sparkaði hesturinn í hana svo hún skarst á enni og hlaut áverka á hönd. Konan fékk aðhlynningu á heilsugæslunni í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Strompurinn fallinn

Sementsstrompurinn á Akranesi var sprengdur kl. 14:16 í dag. Sprakk sprengihleðsla í um 25 metra hæð og eftir það féll... Lesa meira