Gabríel Sindri Möller á vítalínunni gegn KR á sunnudaginn var. Ljósm. Skallagrímur.

Gabríel Sindri til Skallagríms

Skallagrímur samdi á dögunum við hinn unga og efnilega leikstjórnanda Gabríel Sindra Möller. Hann er 19 ára gamall og kemur frá Njarðvík. Fyrir áramót lék hann með Hamri í 1. deild karla á venslasamningi frá Njarðvík, þar sem hann skoraði 10,9 stig að meðaltali í leik. Gabríel á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrirliði U18 ára landsliðsins árið 2017. Hann er nú hluti af æfingahópi U20 ára landsliðs Íslands.

Gabríel þreytti frumraun sína með Skallagrími gegn Íslandsmeisturum KR þar sem hann stóð sig vel, skoraði 19 stig og var stigahæstur leikmanna Skallagríms.

Líkar þetta

Fleiri fréttir