Minnisvarði um fyrsta vitann á Akranesi

Minnisvarði um fyrsta vita á Akranesi var formlega vígður fimmtudaginn 20. desember síðastliðinn á Akurshól. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri kveiktu á vitanum. Að frumkvæði Faxaflóahafna var efnt til samtarfs við Akraneskaupstað um gerð minnisvarðans en tilefnið er hundrað ára afmæli gamla vitans á Breið. Að lokinni athöfn var gestum boðið til móttöku í Akranesvita þar sem hljómsveitin Ylja flutti ljúfa tóna.

Það voru Faxaflóahafnir sem sáu um val á efni sem notað var í mannvirkið og voru það SF smiðir sem önnuðust uppsetningu og steypu samkvæmt teikningu sem Faxaflóahafnir létu vinna. Fyrirtækið Liska ehf. vann lýsingarhönnun mannvirkisins og var það Rafstöðin sem sá um framkvæmd rafmagnsmála. Gísli Jónsson ehf. sá um alla jarðvegsvinnu og Unnsteinn Elíasson hlóð grjóthleðslu sem er við rætur mannvirkisins. BOB vinnuvélar settu upp nýjar undirstöður fyrir skilti sem Bjarni Helgason hönnuður hannaði og Toppútlit prentaði út. Umsjón með framkvæmdinni höfðu starfsmenn Akraneskaupstaðar, Alfreð Þór Alfreðsson rekstarstjóri áhaldahússins og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir