Nýr bústjóri tekur við á Hesti í janúar

Snædís Anna Þórhallsdóttir og Helgi Elí Hálfdánarson búfræðingar frá Hvanneyri tóku við rekstri tilraunabúsins á Hesti í Borgarfirði árið 2015. Nú hafa þau látið af störfum og Logi Sigurðsson verið ráðinn nýr bústjóri og tekur hann við um miðjan janúar. Logi er fæddur í Reykjavík en flutti í Borgarfjörðinn sex ára gamall, þá fyrst að Hvítárbakka og svo í Steinahlíð í Lundarreykjadal þar sem hann er búsettur í dag. Hann er nemandi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. „Það er gríðarlega mikið tækifæri fyrir mig að komast í þetta starf en ég hef mikinn áhuga á sauðfjárrækt og öllu sem henni tengist,“ segir Logi í samtali við Skessuhorn. Samhliða námi hefur Logi meðal annars unnið hjá Líflandi og nú síðast hjá Kaupfélagi Borgfirðinga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir