Jólasveinar Bridgefélags Borgarfjarðar

Áratugalöng hefð er fyrir því að eftir að fyrstu jólasveinarnir mæta til byggða, spila félagar í Bridgefélagi Borgarfjarðar jólasveinatvímenning. Í gærkvöldi fór jólasveinatvímenningur félagsins fram. Sem fyrr voru pör dregin saman. Niðurstaðan eftir kvöldið var afgerandi. Logi Sigurðsson bústjóri og Sigríður Arnardóttir bóndi stóðu uppi sem sigurvegarar, með 61,8% skor. Sigríður sló um leið nýtt félagsmet, en þetta er í þriðja skiptið í röð sem hún ber sigur úr býtum í þessari keppni. Hefur hún á liðnum árum spilað með ungstirnunum Loga og Heiðari Árna til skiptis. Í öðru sæti urðu Guðni Hallgrímsson og Ingimundur Jónsson með 58,3% skor og í þriðja sæti Gísli Þórðarson og Sveinn Hallgrímsson með 57,6%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir