Innbrot í Borgarnesi

Um klukkan 18 í kvöld var brotist inn í hús í Borgarnesi og þaðan stolið m.a. skartgripum. Lögreglan á Vesturlandi sendi strax út tilkynningu þar sem hún hvetur fólk í bænum til að vera vel á verði og tilkynna til 112 ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir, sérstaklega í kringum mannlaus hús. Lögregla biður fólk jafnframt að nota EKKI Facebook til slíkra tilkynninga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir