Sjúkrabílabangsar teknir til starfa í Snæfellsbæ

Konur úr félagsstarfi eldri borgara í Snæfellsbæ afhentu í síðustu viku sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands 20 stykki af svokölluðum sjúkrabílaböngsum. Verkefni þetta hefur staðið í nokkur ár hér á landi og byggir á því að prjóna bangsa og afhenda sjúkra- og/eða slökkviliðsmönnum til að færa ungum skjólstæðingum. Bangsarnir taka að sér hlutverk félaga til að hafa við hlið sér á erfiðum stundum, bæði þegar ferðast þarf með sjúkrabíl eða náinn aðstandandi þarf að fara með sjúkrabíl.

Það voru þau Patryk Zolobow og Birna Dröfn Birgisdóttir sjúkrafluttningamenn sem tóku við böngsunum frá þeim Guðrúnu Tryggvadóttur og Hrefnu Guðbjörnsdóttur sem sáu um að afhenda þá fyrir félagsstarfið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir