Samkomulagið handsalað. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

Samstarfsyfirlýsing undirrituð um landbúnað og náttúruvernd

Síðastliðinn fimmtudag undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, yfirlýsingu um að vinna saman að málefnum landbúnaðar og náttúruverndar. Fram kom hjá ráðherra að þessa yfirlýsingu megi rekja til átaks í náttúruvernd sem byggir á sáttmála ríkisstjórnarinnar. Samstarfinu er ætlað að ná til verkefna í náttúruvernd á jörðum bænda. Mögulegar aðgerðir verða skilgreindar að lokinni greiningarvinnu sem verður fyrsta skref verkefnisins. Bændasamtökin munu fela Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að framkvæma greiningarvinnuna og skal hún taka eitt ár. Leitað verður fyrirmyndar erlendis frá um sambærileg verkefni og hugað sérstaklega að aðgerðum á svæðum og gagnvart tegundum sem þarf að vernda ásamt endurheimt og uppbyggingu vistkerfa.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir