Trúnaðarráð mótmælir uppsögnum Norðuráls

„Vegna uppsagna á 20 starfsmönnum Norðuráls þá vill trúnaðaðarráð stéttarfélagana mótmæla harðlega framgöngu yfirstjórnar Norðuáls sem ítrekað er að brjóta kjarasamning stéttarfélaganna og Norðuráls,“ segir í tilkynningu frá trúnaðarráði starfsmanna Norðuráls. „Brotin er grein 8.09.1 þar sem segir að tilkynna skuli trúnaðarmönnum með fyrirvara verulegar breytingar á rekstri og vinnutilhögun og það var ekki gert. Varðandi ástæður uppsagna 20 manna úr ýmsum deildum fyrirtækisins er tilgreind ástæða hár launakostnaður fyrirtækisins. Við viljum vekja eftirtekt á viðtali síðan í febrúar 2018 sem Bloomberg fréttastofan átti við Mike Bless forstjóra Century móðurfélags Norðuráls. Þar tilgreinir hann að launakostnaður hjá álfyrirtækjum Century sé ekki það sem valdi erfiðleikum í rekstri heldur hráefniskostnaður og annar fastur kostnaður. Jafnvel launakostnaður uppá 10% sé ekki vandamál.“

Sjá viðtal og yfirlýsing Mike Bless kemur í endann á viðtalinu:

https://www.youtube.com/watch?v=P7TZEeI1Y9k

„Einnig má benda á upplýsingar um laun Mike Bless frá 2017 þar sem tekið er fram að grunnlaun eru $850,000 heildarlaun $1,996,250.“

https://www1.salary.com/Michael-Bless-Salary-Bonus-Stock-Options-for-CENTURY-ALUMINUM-CO.html

„Greinilega má skera niður laun annarsstaðar en hjá starfsfólki Norðuráls,“ segir í tilkynningu trúnaðarráðs starfsmanna Norðuráls.

 

Trúnaðarráð starfsmanna Norðuráls:

______________________________

Adam Benedikt Burgess Finnsson

Aðaltrúnaðarmaður

______________________________

Magnús Már Haraldsson

Trúnaðarmaður Stéttarfélags Vesturlands

______________________________

Guðbjörn Árni Gylfason

Trúnaðarmaður FIT

______________________________

Guðjón Viðar Guðjónsson

Trúnaðarmaður Rafiðnaðarsambands Íslands

______________________________

Guðmundur Kristján Jakobsson

Trúnaðarmaður Verkalýðsfélags Akraness

______________________________

Kristófer Arnar Júlíusson

Trúnaðarmaður Verkalýðsfélags Akraness

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira