Fasteignaviðskipti á Vesturlandi í nóvember

Alls var 36 kaupsamningum um fasteignir á Vesturlandi þinglýst í nóvember. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um eignir í sérbýli og sex samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.143 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samning því 31,8 milljón króna. Af þessum 36 voru 14 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru tíu samningar um eignir í fjölbýli og fjórir um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 543 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,8 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir