Blöð Skessuhorns til jóla

Nú í jólamánuðinum eiga tvö blöð eftir að koma út af Skessuhorni. Næsta blað er miðvikudaginn 12. desember og verður með hefðbundnu sniði. Jólablað Skessuhorns kemur svo út miðvikudaginn 19. desember. Að vanda verður það stærsta blað ársins. Auglýsendum og þeim sem þurfa að koma að efni í Jólablaðið er bent á að vera tímanlega með pantanir og innsent efni sökum stærðar þess. Auglýsingapantanir þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 13. desember á auglysingar@skessuhorn.is Efni til ritstjórnar þarf að berast í síðasta lagi sunnudaginn 16. desember, helst áður. Fyrsta blað á nýju ári kemur út fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira