Tónleikar í upphafi aðventu

Menningarnefnd Snæfellsbæjar stóð fyrir jólatónleikum í síðustu viku eins og svo oft áður í upphafi aðventu. Að þessu sinni var það söngkonan Guðrún Árný sem heimsótti Snæfellsbæ og söng Skólakór Snæfellsbæjar með henni í Ólafsvíkurkirkju. Voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir þar sem Guðrún Árný flutti jólalög af mikilli einlægni bæði ein og með skólakórnum en hún lék sjálf undir á píanó. Stóðu börnin í skólakórnum sig mjög vel undir stjórn Veronicu Osterhammer og Nönnu Aðalheiði Þórðardóttur. Um 40 börn úr 2. til 6. bekk eru í kórnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir