Taka niður umferðarhraðann inn í Stykkishólm

Nú undir mánaðamótin voru starfsmenn Vegagerðarinnar að setja niður umferðareyju ásamt gangbrautarskiltum á þjóðveginum þar sem ekið er inn í Stykkishólm. Var þetta gert að beiðni bæjarfélagsins og til að ná niður hraða ásamt því að gera gangandi vegfarendum auðveldara að komast yfir veginn. Það er frekar óvenjulegt að svona framkvæmdir séu unnar á þessum tíma árs en nóvember var óvenjulega hlýr og því hentugur til framkvæmda af þessu tagi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir