Bílvelta við Fiskilæk

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Vesturlandsvegi skammt frá Fiskilæk um kl. 19:30 í gærkvöldi. Bíllinn hafnaði utan vegar þar sem hann valt og endaði á hvolfi. Einn var fluttur á sjúkrahús, en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli mannsins eru.

Lögregla rekur slysið til erfiðra aðstæðna, en fljúgandi hálka var á vegkaflanum við Fiskilæk um þetta leyti og strekkingsvindur. Haft var samband við Vegagerðina og hún beðin um að salta þennan kafla, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir