Óskar í Véum, Guðbrandur og Snjólaug.

Brúarlandshjón gerð að heiðursfélögum í Skógræktarfélaginu

Skógræktarfélag Borgarfjarðar fagnaði áttræðisafmæli sínu á sérstökum hátíðarfundi í húsi gamla Héraðsskólans í Reykholti síðastliðinn sunnudag. Hátíðarfundinn setti Gísli Karel Halldórsson formaður afmælisnefndar og bauð gesti velkomna. Þá fór formaðurinn Óskar Guðmundsson í Véum yfir sögu félagsins og rifjaði upp áfangasigra og gat forystufólks í hreyfingu skógræktarmanna um áratugaskeið. Formaður lýsti svo kjöri nýrra heiðursfélaga á afmælisárinu, en það eru hjónin Guðbrandur Brynjúlfsson og Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúarlandi á Mýrum. Þau fengu afhent skrautritað heiðursskjal því til staðfestu og var fagnað innilega. Að lyktum settust gestir að veisluborði í tilefni dagsins.

Í húsinu stendur yfir fullveldissýning um 1918 í Borgarfirði á vegum Snorrastofu og notuðu fundarmenn tækifærið til að skoða sýninguna.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir