Jón Þór Þorvaldsson frá Brekkukoti. Ljósm. Vísir.is

Jón Þór mun taka sæti á Alþingi á morgun

Jón Þór Þorvaldsson, 1. varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á þingi á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Skessuhorn nú rétt í þessu. Eins og sagt var frá í frétt hér á vefnum fyrr í dag, hugðist Jón Þór taka ákvörðum um hvort hann þægi þingsætið af loknum viðræðum við forystu Miðflokksins í dag. „ÉG hef í dag rætt bæði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og Bergþór Ólason. Niðurstaða þess fundar er sú að ég er sannfærður um að viðsnúningur hefur orðið í hugarfari og bæði einstakir þingmenn og flokkurinn í heild ætlar að takast af festu á við þann dómgreindarbrest sem menn voru uppvísir að á Klaustur bar fyrir skömmu. Það eru allir fullir iðrunar og staðfastir í að vinna landi og þjóð hið besta,“ sagði Jón Þór. Aðspurður kveðst hann vera í góðu samráði við vinnuveitanda sinn hjá Icelandair um að hann geti þrátt fyrir þingmennskuna viðhaldið réttindum sínum sem atvinnuflugmaður, samkvæmt reglum þar að lútandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir