Jón Þór Hauksson. Ljósm. kgk.

„Það þarf að leggja líf og sál í boltann“

Jón Þór Hauksson tók við þjálfun íslenska landsliðsins í knattspyrnu kvenna seint í síðasta mánuði. Viðræður höfðu þá staðið yfir um í um tvær vikur, þar til tilkynnt var um ráðningu hans og Ians Jeffs aðstoðarþjálfara. Skessuhorn hitti landsliðsþjálfarann að máli á dögunum og ræddi við hann um nýja starfið, fótboltann og fleira. Hann var að vonum ánægður með nýja starfið og fullur tilhlökkunar að takast á við komandi verkefni. „Það er ótrúlega gaman og í mörg horn að líta. Af nógu hefur verið að taka fyrstu dagana í starfi og margt sem þarf að skoða og gera. Það er gaman að takast á við það og spennandi tímar framundan. Maður getur ekki beðið eftir að hitta hópinn og taka starfið niður á fótboltavöllinn,“ segir Jón Þór.

Sjá áhugavert og hreinskiptið viðtal við Jón Þór Hauksson í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir