Michael Newberry snýr aftur til Ólafsvíkur

Víkingur Ó. hefur samið að nýju við varnarmanninn Michael Newberry. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2019.

Michael gekk til liðs við lið Víking Ó. fyrir síðasta keppnistímabil og lék með liðinu við góðan orðstír í sumar. Hann var fastamaður í liði Ólafsvíkinga sem hafnaði í fjórða sæti í 1. deild karla í knattspyrnu og komst í átta liða úrslit bikarkeppninnar. „Það er okkur mikið ánægjuefni að bjóða hann velkominn aftur til Ólafsvíkur,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Víkings Ó.

Líkar þetta

Fleiri fréttir