Um 130 manns sóttu íbúafundinn í Dalabúð. Í ræðustól er Jóhann Sæmundsson aldursforsetinn á fundinum. Ljósm. mm.

Málefni Lauga rædd á fjölmennum íbúafundi

Sveitarfélagið Dalabyggð boðaði til íbúafundar í Dalabúð í síðustu viku. Á dagskrá fundarins var eitt mál, Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð. Fundinum stýrði Páll S Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að allir sjö fulltrúar í sveitarstjórn lýstu í upphafi afstöðu sinni til sölu fasteigna á Laugum og skýrðu stöðu málsins, en eftir það var orðið gefið laust þannig að íbúar gætu tjáð sína skoðun og varpað fram fyrirspurnum. Fjölmargir af um 130 gestum á fundinum stigu í pontu. Heilt yfir var fundurinn gagnlegur og málefnalegur þrátt fyrir að fólk hefði ákveðnar skoðanir með eða á móti sölu fasteigna á fyrrum skólastaðnum. Engu að síður er ljóst að eftir fundinn liggur skýrar fyrir en áður hver afstaða bæði sveitarstjórnar og íbúa er í málinu.

Sjá ítarlega fréttaskýringu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir