Róbert Ísak Erlingsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Hlynur Sævar Jónsson. Ljósm. KFÍA.

ÍA semur við tvo unga leikmenn

Knattspyrnufélag ÍA hefur gert tveggja ára samning við þá Hlyn Sævar Jónsson og Róbert Ísak Erlingsson. Báðir eru þeir uppaldir hjá ÍA og hafa undanfarin ár leikið með yngri flokkum félagsins.

Báðir eru þeir fæddir árið 1999 og voru hluti af liði 2. flokks karla sem varð Íslandsmeistari í sumar. Þá hafa þeir báðir leikið með meistaraflokki Kára. Hlynur hefur spilað 13 leiki fyrir Kára og skorað í þeim tvö mörk og Róbert hefur spilað níu leiki og  skorað tvö mörk einnig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir