Þreföld bókakynning í Eymundsson og Hraunsnefi

Nú um helgina er auglýst kynning á þremur nýjum bókum frá Sæmundi á Selfossi á Vesturlandi. Kynntar verða og lesið úr bókunum Svikaranum, Kambsmálinu og Hinni hliðinni eftir höfundana Lilju Magnúsdóttur, Jón Hjartarson og Guðjón Ragnar Jónasson. Viðburður þessi er á dagskrá í Eymundsson á Akranesi á morgun, laugardag klukkan 12-14, en sunnudaginn 11. nóvember klukkan 16-18 verða höfundarnar á veitingahúsinu Hraunsnefi í Norðuráral í Borgarfirði, á bernskuslóðum Lilju.

Líkar þetta

Fleiri fréttir