Söfnun fyrir vefritið Úr vör á Karolina Fund

Söfnun stendur yfir á Karolina Fund fyrir nýtt vefrit, Úr vör, sem mun fjalla um hvernig fólk á Vestfjörðum og víðsvegar um landið notar skapandi aðferðir til að leita lausna. Stofnendur vefritsins eru hjónin Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia sem stofnuðu og reka HÚSIÐ-Creative Space á Patreksfirði þar sem þau búa líka.

„Úr vör er ætlað að fjalla um allt hið frábæra sem fer fram á landsbyggðinni varðandi nýsköpun, list, menniingu og frumkvöðlastarf í hvaða formi sem er, og með því veita fólki innblástur.“ Í tilkynningu frá aðstandendum síðunnar segir jafnframt að langt sé á milli landshorna en Úr vör sé ætlað að verða vettvangur sem sameini, styrki og færi landsmenn nær hvorum öðrum. „Vestfirðir og landsbyggðin í heild eiga skilið meiri og betri fjölmiðlaumfjöllun og getur það gagnast okkur öllum,“ segja aðstandendur þess sem hvetja fólk til að kynna sér verkefnið og leggja því lið.

https://www.karolinafund.com/project/view/2264?fbclid=IwAR05_viXM8qsgz3c44KpNs7iKgxTEpyb-4FDuSfxV1DyhsKEmqBhQoFkbHI

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir