Unnið í grunni fjölbýlishúss á Akranesi. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm

Fasteignakaup á Vesturlandi í október

Á Vesturlandi var 67 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í októbermánuði samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þar af voru 30 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um eignir í sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan í þessum viðskiptum var 1.850 milljónir króna og meðalupphæð á samning því 27,6 milljónir króna. Af þessum 67 viðskiptum með húsnæði voru 32 samningar um eignir á Akranesi. Þar af var 21 samningur um eignir í fjölbýli, níu samningar um eignir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.076 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samning 33,6 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir