OR þjónustar nú ljósastaura Skagamanna úr Reykjavík

Um árabil hefur viðhaldi ljósastaura á Akranesi verið sinnt af starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur sem búa og starfa á Akranesi. Til verksins hefur um árabil verið leigður körfubíll frá tækjaleigu Gísla Jónssonar við Ægisbraut. Nú hefur OR ákveðið að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi, skilaði  körfubílnum í gær og sendir nú slíkt tæki ásamt mannskap úr Reykjavík til að áfram kvikni á perum í staurum Skagamanna. Að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra er þessi breyting ekki í þökk bæjaryfirvalda sem eiga ljósastaurana. „Þetta fyrirkomulag byggir á samkomulagi um að OR sinni viðhaldi ljósastauranna. Við leggjum hins vegar áherslu á að verja öll þau störf og þjónustu sem í boði er í heimabyggð. Þessi breyting samrýmist ekki þeirri stefnu. Ég hef því kallað eftir skýringum á þessu og viðbrögð okkar í framhaldinu taka mið af þeim svörum,“ segir Sævar Freyr í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira