Shequila Joseph í mikilli baráttu gegn Haukum. Ljósm. Skallagrímur.

Skallagrímur sigraði Íslandsmeistarana

Skallagrímur vann góðan baráttusigur á Íslandsmeisturum Hauka í Borgarnesi í gærkvöldi. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik náðu Skallagrímskonur undirtökunum og sigruðu að lokum með 67 stigum gegn 53.

Liðin skiptust á að leiða í upphafi leiks. Skallagrímskonur náðu síðan góðum kafla seinna hluta fyrsta leikhluta og leiddu að honum loknum, 21-12. En þær áttu erfitt uppdráttar í öðrum fjórðungi og skoruðu ekki stig fyrr en hann var hálfnaður. Á meðan minnkuðu Haukar muninn og náðu að lokum tveggja stiga forystu áður en hálfleiksflautan gall, 26-28.

Skallagrímskonur mættu ákveðnar til síðari hálfleiks. Haukar skoruðu þriggja stiga körfu í upphafi þriðja leikhluta en Borgnesingar héldu þeim stigalausum næstu sex mínúturnar. Á meðan komust Skallagrímskonur yfir og leiddu með tíu stigum fyrir lokafjórðunginn. Það sem eftir lifði leiks héldu þær Haukum í skefjum og unnu að lokum 14 stiga sigur, 67-53.

Bryesha Blair var stigahæst í liði Skallagríms með 14 stig, tíu stig og fjóra stolna bolta. Maja Michalska var með 13 stig og fimm fráköst, Sigrun Sjöfn Ámundadóttir ellefu stig og sjö fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir tíu stig og Shequila Joseph tú stig, 15 fráköst og sex stoðsendingar.

Sigrún Björk Ólafsdóttir var stigahæst Hauka með 16 stig og sex fráköst en Lele Hardy skoraði ellefu stig og tók 17 fráköst.

Skallagrímskonur sitja í fimmta sæti deildarinnar með sex stig eftir sjö leiki, tveimur stigum fyrir ofan næstu lið fyrir neða nen fjórum stigum á eftir liðunum fyrir ofan. Næsti leikur Skallagríms er gegn Val í Borgarnesi sunnudaginn 11. nóvember næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gestur úr Elkem til Veitna

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki... Lesa meira