Hrönn Ásgeirsdóttir. Ljósm. kgk.

Það sem ekki varð

Hrönn Ásgeirsdóttir, félagsráðgjafi á Akranesi, hlaut á dögunum verðlaun Ís-Forsa, samtaka um rannsóknir í félagsvísindum, fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á sviði félagsvísinda á meistarastigi. Verðlaunaritgerð Hrannar heitir: „Það sem ekki varð“ og fjallar um upplifun og reynslu foreldra af stuðningi og þjónustu í kjölfar barnsmissis. Rannsóknarefnið er henni mikið hjartans mál, því Hrönn þekkir barnsmissi af eigin raun. Dóttir hennar, Lovísa Hrund Svavarsdóttir, lést í apríl 2016 þegar ölvaður ökumaður keyrði á hana þar sem hún var á leið heim frá vinnu á Akrafjallsvegi. Lovísa var aðeins 17 ára gömul.

Reynsla Hrannar varð kveikjan að rannsókninni og niðurstöðurnar eru vægast sagt sláandi. „Það sem kom út úr minni rannsókn var eiginlega allt það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Hrönn.

Sjá opnuviðtal við Hrönn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir