Einherjar eru eina starfandi líði á Íslandi sem leikur amerískan fótbolta. Ljósm. Einherjar.

Amerískur fótboltaleikur á Akranesi á laugardag

Leikinn verður amerískur fótbolti á Akranesi á morgun, laugardag, þegar Einherjar mæta sænska liðinu Tyreso Royal Crowns. Mun þetta verða fyrsti keppnisleikur í amerískum fótbolta sem leikinn er á Akranesi.

Amerískur fótbolti nokkuð vaxandi vinsælda um heim allan og æ fleiri utan Bandaríkjanna fylgjast með gangi mála í NFL deildinni bandarísku. Haldið er úti deildarkeppni í íþróttinni í fjölmörgum löndum Evrópu, sem og Evrópudeild.

Einherjar eru eina starfandi liðið á Íslandi sem leikur amerískan fótbolta, en liðið var stofnað árið 2008. Þeir hafa staðið fyrir allnokkrum leikjum hér á landi þar sem þeir hafa mætt erlendum liðum. Einherjar hafa leikið fimm leiki það sem af er árinu 2018 og sigrað þrjá þeirra. Um síðustu helgi unnu þeir til að mynda stórsigur á þýska liðinu Cologne Falcons, 50-0.

Gaman er að geta þess að fyrir um áratug síðan var stofnað amerískt fótboltalið á Akranesi, Stormþursarnir. Voru liðið starfandi með hléum í um tvö ár en spilaði aldrei leik.

Leikur Einherja og Tyreso Royal Crowns hefst kl. 16:00 í Akraneshöllinni á morgun, laugardaginn 3. nóvember. Pizzur og veitingar verða í boði og klappstýruliðið Valkyrjurnar mun standa fyrir glæsilegri hálfleikssýningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir