Ísak Marvins með ömmu sinni Ernu Njálsdóttur.

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga. Fjölskylda Ísaks er frá Grundarfirði og hefur hann miklar tengingar þangað en hann er tengdur ættunum frá Bár og Hellnafelli. Á sýningunni eru átta verk til sýnis en þrjú af þeim eru þegar seld. Meðal þeirra er verk sem tók heil tvö ár að mála og því mikil vinna sem liggur að baki. Ísak er einungis tvítugur að aldri og á því framtíðina fyrir sér í þessum bransa. Innblásturinn kemur frá hjartanu og málar hann eftir tilfinningu og upplifun hverju sinni. Sýningin stendur yfir helgina og lokar í dag, 21. október.

Líkar þetta

Fleiri fréttir